Ritstjórn

Eigandi og stofnandi Tiska.is er Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Eva hefur starfað í tísku- snyrtivöru- og verslunargeiranum allt frá því að hún lauk námi í Bandaríkjunum í tísku- og markaðsfræði árið 1996. Eva hefur starfað bæði við útvarp og sjónvarp og hefur auk þess unnið við þekkt tímarit og dagblöð, bæði sem stílisti og blaðamaður.

Eva hefur unnið við innkaup og markaðssetningu og var meðal annars markaðsstjóri Smáralindar í mörg ár. Eva hefur haldið ótal fyrirlestra um ímynd og útlit auk þess sem hún hefur komið að framleiðslu fatalína auk þess sem hún hefur unnið að vöruþróun í húðvörum og fatnaði.

Eva lauk MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og hefur frá því starfað sem freelancer sem ráðgjafi, ritstjóri Tiska.is, fyrirlesari, markaðssett erlend og innlend vörumerki á veraldarvefnum sem og skrifað Tískubókina og ótal greinar í blöð og tímarit. Eva hefur einnig verið viðburðarstjóri hjá ótal fyrirtækjum og stofnunum.

Hægt er að hafa samband við Evu í síma 7781800 eða eva@tiska.is

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid