• Eye Rescue Set - 21 Days

AllSins

Eye Rescue Set - 21 Days

12,900 kr

Björgunarpakkinn frá AllSins fyrir augnsvæðið - 21 daga kúr

Um er að ræða eina af mest seldu vörum AllSins frá upphafi en þessi pakki inniheldur ótrúlega öflugt Augnserum og magnaðan Collagen Augnmaska. Meðferðin tekur 21 dag og eru maskarnir notaðir einu sinni í viku og serumið þess á milli.

Augnserumið inniheldur Hyaluronic sýru sem viðheldur raka í húðinni og gefur húðinni meiri teygjanleika og gerir hana stinnari. Virkni Hyaluronic sýrunnar er einstök. Húðin fær meiri ljóma, dregur verulega úr hrukkum og lýsir upp dökk augnsvæði. Í seruminu eru stofnfrumur sem vinna gegn DNA skemmdum í húðinni og sem draga verulega úr fínum línum og hrukkum. Serumið inniheldur einnig Peptíð, amino acids, sem örva Collagen framleiðslu húðarinnar. Í seruminu eru gullagnir sem eru þekkt fyrir að vera mjög öflugar, og andoxunarefni sem hafa mikil árhrif á endurnýjunu húðfrumna. Gull er þekkt fyrir að örva blóðflæðið í húðinni. Það vinnur einnig gegn baugum, kælir og stinnir húðina

Þessi fullkomna blanda í einu Serumi hefur gert það að verkum að þessi vara hefur slegið í gegn á heimsvísu.

Collagen augnmaskinn er hluti af þessari frábæru vöru og er hann afar öflugur og því er eingöngu mælt með að hann sé notaður einu sinni í viku. Maskinn inniheldur þrjár tegundir af Collagen og er byggður á öflugri tækni sem kallast MatriCol. MatriCol er eina merkið í heiminum sem hefur náð að setja þessa þreföldu Collagen virkni (sem er næst því sem húðin framleiðir) í trefjar sem síðan eru leystar upp í öflugri hyaluronic sem kemur í sér hólfi með möskunum.

  • Dregur úr þrota og fínum línum og kemur í veg fyrir ótímabæra öldrun í kringum augnsvæðið.
  • Styrkir og nærir húðina í kringum augun. Dregur úr baugum og dökkum blettum á augnsvæðinu.
  • Viðheldur réttu rakastigi húðarinnar og gefur húðinni aukinn teygjanleika
  • Án olíu, parabena og lyktarefna 
  • Hentar öllum húðgerðum 

    Skráðu þig á póstlistan

    Search our store