Þetta eru sólgleraugun sem stjörnurnar eru að missa sig yfir!

Dagsetning

Það er alltaf jafn skemmtilegt að fylgjast með sólgleraugnatískunni á þessum árstíma enda eru falleg sólgleraugu að margra mati einn mikilvægasti fylgihluturinn á sumrin. Það er sjaldan ein ríkistíska þegar kemur að sólgleraugum enda fólk með ólíkt andlitsfall og misjafnt hvað klæðir hvern og einn.

Það sem er þó áberandi núna eru bæði kisulaga gleraugu sem oftar en ekki eru með spegli, nú svo eru það kringlótt gleraugu, en Dolce & Gabbana eru með ótrúlega flotta og skrautlega línu með þetta sumarið með kringlóttu sniði. Aviatorinn eða gamla góða Ray-Ban sniðið er auðvitað klassísk og í raun til í dag frá öllum merkjum í ótal litum. Það er samt gaman að segja frá því að þetta aviator snið er að verða mun ýktara en þetta hefðbundna RayBan snið og minna sum gleraugun á tískuna sem var 1970 þegar menn gegnu um með risa gullspangar gleraugu og með barta niður að höku.

Stóru svörtu Hollywood sólgleraugun eru auðvitað klassísk en sjást þó minna og minna í sólgleraugnaverslununum en það snið virðist detta inn og út. Gleraugun sem Hollywood stjörnurnar viðast elska í dag eru ekki lengur þessi stóru svörtu sem magi þekkja sem hylja allt andlitið heldur hafa þær tekið ástfóstri við sólgleraugu frá Porche Design sem kallast P'8478

Kim Kardashian
Kim Kardashian
Usher
Usher
Khloé Kardashian
Khloé Kardashian

Þessi gleraugu eru til í nokkrum stærðum en sniðið minnir óneitanlega á aviator sniðið fá Ray-Ban nema hvað að þessi eru stærri og hylja því stóran hluta andlitsins. Það góða við þessi gleraugu er að það er hægt að skipta um gler í þeim og því er í raun hægt að breyta þeim með einu handtaki.

Blake Lively

Blake Lively

Þessi gleraugu fá fullt hús stiga hjá okkur þótt þó minni óneitanlega á mynd af hljómsveitinni Hljómum árið 1972.

Rock on Porche design!!

Gleðilegt sólgleraugna sumar

Eva Dögg
eva@tiska.is

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid