Taktu nú til í fataskápnum!

Dagsetning

Vorið er komið og grundirnar….alveg að fara að gróa. 

Á vorin og haustin er rétti tíminn til að taka til í fataskápnum sínum, hreinsa út flíkur sem þú notar aldrei og setja í geymslu gömlu góðu vetrarfötin eða alla vega sortera þau frá hinu.

Hér eru örfá ráð áður en þú hefst handa

1.

Númer eitt!! “ÚT MEÐ Ruslið” því rusl safna meira rusli þannig allt sem er í skápnum sem er t.d. bilað, of lítið eða orðið ljótt – út með það!

2.

Það er tilvalið að nota aðferðafræði Feng Shui þegar þú lagar til í skápnum. Hugsaðu skápinn þinn eins og tómt herbergi sem þú ætlar að hanna frá grunni.

 

3.

Hugsaðu fataskápinn þinn í “dressum þá meina ég ekki halda upp á buxur sem einu sinni voru keyptar við ákveðinn jakka sem nú er týndur eða ónýtur. Það er lítið gagn af því að vera með buxur í skápnum sem passa bókstaflega ekki við neitt.

4.

Herðatré! Ekki kaupa viðar herðatré úr Ikea eða Rúmfatalagernum því fötin renna alltaf af þessum herðatrjám nema kannski þykkar peysur nú og svo taka þau mjög mikið pláss. Ég mæli með því að fjárfesta í gúmmí herðatrjám t.d. frá ofnasmiðjunni en þau taka lítið pláss og fötin fara vel á þeim. Forðist járn herðatré sem notuð eru í hreinsunum.

5.

Skipulagðu skápinn þinn eins og þú sért að raða bókum á bókasafni, allt á sinn stað í skápnum! Jakkar með örðum jökkum, allar peysur saman, buxur, pils og svo framvegis.

6.

Farðu yfir skápinn, helst með vinkonu, og skoðaðu hverja flík og spurðu sjálfa þig a – passar flíkir

b – klæðir hún mig

c – endurspeglar flíkin mig í dag

Gott er að raða elstu flíkunum neðst og nýjustu efst svona eins og þú sért að lesa tísku söguna.

7.

Töskur og skór eiga ekki að vera með fötunum í skápnum, þessir hlutir þurfa sér skáp eða hirslu því það vill enginn fá leður lykt í fötin sín.

8.

Ekki troða í skápinn, föt þurfa sitt andrými þannig endast þau betur og verða fallegri. Ef þau eru fallega röðuð þá er ennþá skemmtilegar að klæða sig á morgnanna.

9.

Ekki nota ilmefni í skápinn eða neitt sem getur smitast í fötin því það vill enginn ilma eins og híbýla ilmur.

10.

Njóttu þess að hreinsa til í skápnum því þér mun líða miklu betur eftir á auk þess verður miklu meira úr því sem þú átt og auðveldara að vita hvað er til og hvað þú notar.

Góða skemmtun ;-) 

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid