Stjörnuspá - Jól 2017

Dagsetning

Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla þá langar okkur að kynna glænýja jóla- og áramótastjörnuspá Tiska.is. Vonum að þið hafið það yndislegt yfir hátíðirnar.

Elsku kraftmikli og óútreiknanlegi Hrútur.  Það væri líklega ekkert að gerast í veröldinni ef hrútsmerkið væri ekki til, þið komið manni sífellt á óvart. Það býr í ykkur mikil okra og mikið af skemmtilegum hugmyndum. Þið eruð ótrúlega úrræðagóðir að það er alveg sama hvað á ykkur dynur þið munuð finna leið út úr því.  Þú ert eina stjörnumerkið sem getur bókstaflega flutt fjöll, flestir fara í kringum fjallið eða yfir það en þú ferð í gegnum það.
Það eina sem getur stöðvað þig er að þú vilt annaðhvort allt eða ekkert því þér finnst millivegurinn hálf leiðinlegur.  Ef það er eitthvað sem gerir þig reiðan þá er það þegar fólk stendur ekki við orð sín gagnvart þér.  Fyrirgefningin er sterkasta vopnið fyrir þig kæri hrútur.  Þó að þú sért ákveðinn í að halda áfram sama hvað á móti blæs þá þarftu að nýta þér hvað þú hefur mikið innsæi. Veröldin er að hvísla að þér mögnuðum hugmyndum, en núna þarft þú að hafa frumkvæðið. Ekki bíða eftir því að það verði bankað hjá þér, farðu sjálfur af stað því tækifærin fljúga ekkert sjálf inn um gluggann hjá þér.  Ef veikindi hafa verið að valda þér áhyggjum og kvíða þá skaltu henda þessum kvíða því honum er ekki boðið í jólapartýið. Þú ert að fara inn í spennandi tímabil og Þótt það sé kannski ekki allt að gerast í desember, þá er það kannski eins gott því þetta er hraðasti mánuður ársins og þú munt elska orkuna sem desember færir þér til að takast á við nýja og spennandi tíma.  Reyndu að slaka á spennu í ástinni, farðu varlega og ekki taka neina áhættu, mundu að grasið er ekki grænna hinum megin. 

Elsku fallega naut. Þú ert að ganga í gegnum viss ljósaskipti í lífi þínu. Það er verið að sýna þér hvað á að skipta máli og hverju þú átt að sleppa. Þú þarft að taka margar ákvarðanir. Þó það sé ekki endilega í stórum málum þá er það samt í málum sem munu breyta miklu í lífi þínu. Þú ert að leggja alla þína orku í það að hafa allt í stakasta lagi í kringum þig. Hingað til hefur þú látið litla hluti setja þig alveg á haus. Það verður smá spennufall þegar líða tekur á mánuðinn en upp úr 24. desember verður allt eins og best verður á kosið. Þú verður alveg undrandi á því hvað þú getur afrekað. Þú átt eftir að gera þetta með svo miklum glæsibrag, eins og reyndar allt sem þú gerir. Elsku naut, varastu að setja eitthvað á netið sem þú munt reyta hár þitt yfir eftir á og mundu að síminn og sjússinn fara ekki alltaf saman. Þó þér finnist að þú eyðir um efni fram, sem er bara eðlilegt í desember, gerðu það þá með gleði. Þetta fer allt saman vel. Vertu bara í núinu því morgundagurinn kemur með þau svör sem þig vantar. Mjög skemmtilegir atburðir eiga eftir að eiga sér stað á næstu vikum og þetta verður eftirminnilegur tími. Ástin dansar í kringum þig. Skilaboðin til þín eru: „njóttu lífsins og njóttu þess að vera til.”

Elsku tvíburi, fyrstu skilaboðin mín til þín eru þau að hætta að taka hlutina of persónulega, eina sem það gerir er að gera þig trekktan á taugum. Ekki vera hræddur við eitthvað sem aldrei gerist. Ef þú hefur lausan tíma, ekki láta þá hugann reika í einhverja vitleysu. Þú átt það til að vera dálítið kvíðinn í desember. En það er engin ástæða til, þú ert alveg beintengdur við veröldina. Láttu almættið vita hvað þú vilt. Farðu í jóga, sund eða eitthvað sem lætur þér líða betur, þá endurnýjast orkan þín og tankurinn þinn fyllist af gleði. Þú átt eftir að vera með húmorinn alveg á hreinu og færð óvenjulegt verkefni sem þú veist ekki alveg hvort þú átt að taka þátt í og mundu að fyrsta hugsunin er yfirleitt sú rétta.  Láttu allt eftir þér í mat og drykk í desember og dekraðu við þig sem þú framast getur. Þá hækkar orkan þín og andi þinn eflist og skemmtilegi og góði tvíburinn ræður ríkjum. Þú ert fæddur hér á jörðina til að vera elskaður. Taktu á móti með opnum örmum því þú átt það skilið því þú kannt svo sannarlega að gefa.

Elsku krabbinn. Hættu að hafa áhyggjur af öllu mögulegu þessa dagana. Mundu að það eru ekki vandamálin sem munu drepa þig, heldur hvaða afstöðu þú ert með gagnvart erfiðu hlutunum í kringum þig. Þú þarft að hafa nóg fyrir stafni, klára að tala við alla sem þú ætlaðir og þá er eins og að málin leysist að sjálfu sér. Nú er enginn tími til að vera viðkvæmur yfir nokkrum sköpuðum hlut. Þú skalt taka þá í sátt sem hafa verið að pirra þig. Það er friðurinn sem mun koma með gleðifréttir og þar af leiðandi skaltu ekki vera að spá í hvort einhvern tíma muni allt fara í vitleysu aftur. Tíminn sem er fram undan verður skemmtilegur hjá krabbanum. Þú átt eftir að lyfta þér á kreik og skemmta þér meira en þú bjóst við. Þú átt eftir að líta betur út en þú bjóst við. Þú ert með svo sterkt ímyndunarafl að þú getur hreinlega orðið veikur af hugsunum. Þess vegna þarftu að setja þetta góða ímyndunarafl í fluggírinn því desember er að færa þér gjafir en þær komast ekki til þín ef höfuðið á þér fer á flug. Passaðu þig á því að vera ekki að plana of mikið því lífið hefur ákveðin plön fyrir þig. Það er dásamlegur tími fram undan sem mun koma þér á óvart. Kringumstæðurnar sem þú ert í núna munu leysast farsællega og árið 2018 mun færa þér mikla blessun.
Þú þarft að kynda aðeins undir ástinni og kveikja fleiri bál, svo þarf að huga vel að eldinum svo hann haldi áfram að loga.

Elsku ljón. Mikið væri nú einmanalegt ef engin ljón væru til. Ljón hafa einstaklega sterkan karakter og þið byggið ykkur svo sterkt upp og skapið ykkur í svo einstökum karakter þannig að fólk tekur eftir ykkur hvar sem þið komið. Það er búin að vera mikil spenna á þessu ári og ótrúlega margt að gerast. Það virðist ekkert lát verða á því næsta mánuðinn. Þú verður svoleiðis í því að redda, bjarga og bæta, en þú mun komast upp með þetta og allt mun reddast. Fyrir þá sem eru tengdir ástinni er mikið í gangi og allt er rauðglóandi. En þegar allt er rauðglóandi þá þarf að fara varlega og passa sig að brenna sig ekki.  Þið eruð svo stórtæk kæru ljón, stundum megið þið aðeins slaka á því, en þið eigið eftir að gleðja marga í desembermánuði. Ekki endilega með því sem tengist peningum heldur er svo ótalmargt annað sem skiptir máli.  Desember er svolítið eins og hríðarbylur en þegar þú kemst í gegnum storminn þá er eins og þú hafir lent á Hawaii. Peningarnir eru á leiðinni til þín. Þeir koma ekki endilega sem laun, heldur jafnvel út af einhverju öðru eða í öðru formi.  Passaðu vel og vandlega leyndarmál því „Þjóð veit þá þrír vita”. Það er mikið kjaftablaður í kringum orku ljónsins í desember. Þér þarf í fyrsta lagi að vera alveg slétt sama og passa þig að hella ekki olíu á eldinn með því að segja frá því sem þú vilt ekki að fréttist.

Desembermánuður er oft mikið tilfinningatímabil hjá fólki og þó sérstaklega hjá meyjum. Mundu að framtíðin hjá þér er uppfull af spennandi möguleikum sem munu gefa þér öryggi. Þig langar að upplifa meiri ævintýri og vittu til þau eru að koma. Allt hefur þetta verið að gerast á svolitlum tíma og þurft að vaxa hægt. Það er nefnilega oft þannig að það sem gerist hratt í lífi manns getur horfið eins hratt og það kom. Nú er kominn tími til að uppskera og ég sé þig fara á flug á nýju ári.

Þær meyjur sem eru foreldrar þurfa ekki að hafa áhyggjur af börnunum sínum því það er að koma eitthvað jákvætt inn sem styrkir fjölskylduböndin og leysir fjölskylduvandamál. Ungar meyjur verða í essinu sínu, mikið daður á eftir að eiga sér stað fyrir þá sem eru í þeim gír, svo þetta verður mjög spennandi mánuður og í honum er fólginn mikill sigur og ró.  Þú ert að fá svo mikinn kraft frá alheiminum þannig að slakaðu og og treystu á hið góða. Það eru einhverjir erfiðleikar í tengslanetinu þínu og fólk kemur þér á óvart, en vandamálin liggja hjá þeim en ekki þér þannig að mundu að þú getur bara breytt sjálfri þér ekki öðrum. Ekki taka inn á þig vandamál annarra þú verður stundum að loka á fólk og setja þig í fyrsta sætið.Þú skalt opna hjartað þitt, kæra meyja og hafa lífið svolítið gegnsætt. Þú hefur ekkert að fela því fólk elskar þig nákvæmlega eins og þú ert. Þetta verður skemmtileg hátíð og Venus er að plotta eitthvað skemmtilegt fyrir þig.

Elsku vog. Þú er magnað hvað þú berð alltaf af. Hvort sem það er í veislum eða í matvörubúðinni, þá tekur maður eftir þér. Þú ert búin að vera á miklu tilfinningatímabili og ert búin að vera með ólíkindum sterk á því sviði. Það er eins og þú finnir alltaf jákvæðnina í því neikvæða sem er að pirra þig. Þú ættir að fá Fálkaorðuna fyrir það eitt að vera að vinna svona vel í öllu hjá þér.  Það er búinn að vera mikill hraði á þér upp á síðkastið og stundum minnir líf þitt á hröð flugferð.  Þú ert svo tilbúinn í rétta ákvarðanatöku núna og þú munt standa við þær og standa með þér í þeim. Þú virðist leggja hlutina þína fram og segja: „svona ætla ég að hafa þetta” og þannig verður það!
Þú þolir ekkert sem er yfirborðskennt, heldur þurfa hlutirnir bara að vera svona eða svona. Það sem er á gráu svæði hentar þér ekki. Þú þarft líka að umgangast fólk sem segir þér satt. Það er lykillinn að framtíð þinni.. Lífið snýst svo mikið um ástina hjá þér opnaðu hjartað þitt gagnvart þeim sem þú elskar og steingleymdu hinum sem þú hefur átt erfið samskipti við. Þú átt eftir að verða svo næm í öllu því sem tengist ástinni svo það getur ekkert klikkað.

Mundu að lífið er núna og framtíðin er óskrifað blað..... þú getur allt!

 

Elsku sporðdreki, það er svo mikilvægt fyrir þig að vera í góðu ástarsambandi. Það rífur og tætir þig svo niður ef hlutirnir eru ekki að virka í þeirri deildinni. Þú þarft að ræða við þann sem tengist þér hvernig þú vilt hafa hlutina. Þetta gæti einnig tengst vináttu eða fjölskylduböndum. Þú vilt svo innilega að allt sé fallegt og gangi vel þannig að kvíðinn gæti læðst að þér. Hlustaðu vel á þau skilaboð sem almættið er að senda þér núna. Vertu alveg rólegur. Það er búið að vera mikið að gerast en samt virðistu vera að bíða eftir lausnum. Lausnina færðu senda í gegnum manneskju sem kemur og segir þér eitthvað. Hún er send til þín til að breyta hlutunum. Hún rétt kemur inn í líf þitt og fer út aftur. Stundum tekur maður ekki eftir svona sendiboðum af því við lifum alltaf svo hratt og lætin eru svo mikil.
Það er svo mikill undirbúningur búinn að vera að gerast fyrir framtíðina þína. Ef þú sest niður og skoðar það, þá er þetta rétt. Framtíðin byrjar náttúrlega ekki með hvelli í hvert skipti sem breytingar verða, heldur breytist bara eitt lítið atriði í einu og þá byrjar allt að breytast.
Þú ert búinn að vera mjög ákveðinn í að gera líf þitt léttara. Seinni hluti nóvembermánaðar gæti hafa dregið þig aðeins niður en næstu vikur munu koma þér á skrið og þá færðu það sem þú átt skilið. Þú ert að fara að uppskera vegna þess að karma er að vinna í kringum þig og þinn tími er kominn.. Það hentar ekki einhleypum sporðdrekum, þó þið haldið það kannski, að vera með einhver stutt kynni, eins og einnar nætur gaman eða þess háttar. Þú þarft að svara þér sjálfur á heiðarlegan hátt hvernig þú vilt hafa þessi mál.

Elsku bogmaður. Það er mikil spenna í kringum þig, en of mikil spenna getur endað með spennufalli og þá er flóknara að ná í gleiðna þannig að mundu að taka þér tíma fyrir þig þar sem þú dekrar við þig. Ef þú setur þig í fyrsta sæti þá nærðu gleðinni hratt aftur. Þú býrð yfir ótrúlegum styrk það eina sem getur dregið úr styrk þínum er ef þú hleypir fólki nálægt þér sem er tengt erfiðleikum og veseni. Þú mátt alls ekki láta aðra stjórna tilfinningunum þínum nema það séu jákvæðar tilfinningar og ást. En hinum megin á ástarblaðsíðunni er hatur. Þetta eru bæði miklar tilfinningar en ef þú hatar einhvern þá minnkar gleðin þín og styrkurinn þinn og þú lamast andlega. Svoleiðis tilfinningar eru  bara ekki í boði. Það eru svo margir sem vilja elska þig að það er með ólíkindum.  

Þetta ert á svo mögnuðu tímabili núna það er eins og þú standir á sviðinu með stærstu rokksveit í heimi.  Það er mikilvægasti tími ársins að ganga í garð hjá þér. Nýttu þér tækifærin sem felast í öðru hverju skrefi. Ekki eltast við þá í ástinni sem gefa þér ekki nokkurn skapaðan hlut. Nýttu þá heldur seigluna þína í annað. Þeir bogmenn sem eru á ástar árinu sínu munu hitta maka sinn, jafnvel yfir þennan mánuð. Það er eitthvað svo merkilegt í loftinu hjá þér núna og ef þú ert tilbúinn þá er ástin tilbúin.

Elsku steingeit. Þegar þú veist hvað þú vilt þá er eins og ekkert stoppi þig, en þegar þú veist það ekki þá er eins og hindranirnar finni þig sérstaklega í fjöru. En þær hindranir sem verða á vegi þínum núna og eru búnar að vera síðustu vikurnar eru til að leiða þig inn í það tímabil sem þú ert búin að biðja almættið um að fá. Það er ekki alveg víst að þú sjáir útkomuna sem ég er að tala um fram að 22. desember, en þá byrja að sigla inn ánægjuefni hlaðin skemmtilegheitum svo ég heyri að þú hugsar: „ég mun sigra”.
Þú ert svo töff í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur og gerir allt með ástríðu - sem þér finnst skemmtilegt. Að gefast upp er nokkuð sem þú átt ekki að eiga til í orðaforða þínum því það er ekki í eðli þínu að vera með eitthvert uppgjafartal. Allt svoleiðis tal dregur úr þér máttinn. Mátturinn er svo mikið í kringum þig núna að ég segi að þessi setning eigi við þig: „VERÐI ÞINN VILJI!” En þá er líka alveg á hreinu að þú þarft að vanda þinn vilja.
Þú ert svo mikill vinur vina þinna og gefur of mikið ef það er hægt. Þú þarft að njörva niður það sem þú ætlar að gera, vera með það skýrt og skilmerkilegt og þá gengur það upp. Það verður mikil ástarorka yfir næstu þremur mánuðum svo þeir sem eru á lausu eða í einhverju sem er að verða búið ramba á óvænt og sérkennileg ástarævintýri.
Þú hefur svo ótrúlega hæfileika til að breyta aðstæðum og næstu þrír mánuðir eru til þess.

Elsku vatnsberi, ef þú hefur verið að velta fyrir þér tilgangi lífsins þá máttu vita það að það er mikill tilgangur með lífi þínu núna. Það er mikið af litlum hlutum að ýta á þig núna og þú þarft að passa þig að reyna ekki að stjórna aðstæðum of mikið. Þú átt það til að ætla að passa upp á að allt fari á besta veg, en stundum þarftu bara að sleppa tökunum.  Alheimurinn er á fullu að hjálpa þér að láta óskir þínar rætast.  Traust er orð sem kemur hér upp fyrir þig kæri vatnsberi, en stundum er verið að taka til á lífsveginum þínum og þess vegna er svona mikil áreiti sem þú upplifir jafnframt sem hindranir. Nú þarft þú að sleppa tökunum, og treysta.

Í ástinni þarftu að hlúa vel að þínum. Ekki búast við neinu til baka, þetta snýst bara um að gefa. Ef þú gerir það þá breytist öll sú orka sem hefur verið að plaga þig.  Það mun fá ástareldinn til að rísa. Annað virkar ekki.

Þó furðulegt megi virðast og eins hraður og desember getur orðið þá er hann upphafið að nýju tímabili hjá þér. Þó að þú sjáir það ekki þá eru agnarlitlir hlutir að breytast sem verða að miklum krafti sem þú munt sjá betur þegar 2018.

Þú átt eftir að verða mjög kraftmikill þegar líða tekur á mánuðinn. Erfiðleikar munu leysast á síðustu stundu svo það verður töluverð spenna í loftinu sem breytist í gleði og tilhlökkun.

-

Elsku fiskur, góðmennska er það sem einkennir þig, þú vilt að öllum líði vel í kringum þig. Þú gefur svo mikið af þér að stundum ertu eins og tóm blaðra. Þú verður að læra að gefa sjálfum þér líka og læra að setja þig í fyrsta sætið til að halda þínum krafti. Næsta ár mun hafa svo merkilega hluti í för með sér fyrir þig þótt þér finnist þú pínu eins og þú sért að synda í gruggugum sjó. Leið þín liggur beint inn í paradís hafsins.  Ástin gæti verið að pirra þig pínu þessa dagana. Horfðu bara framhjá því og láttu það ekki trufla þig. Þú ert undir krafti Venusar og fyrir einhleypa fiska þá er ástin er að gægjast inn í líf þitt. Jólamánuðurinn er þinn mánuður og þegar þú lítur til baka muntu upplifa desmber eins og hann hafi verið einn dagur. Ekki láta neikvæðni annarra eða stjórnsemi trufla þig því desember er þinn mánuður.  Breytingarnar verða hraðar og útkoman verður dásamleg í lokin

 

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid