Hvernig velur þú réttu stígvélin?

Dagsetning

Hvernig velur þú réttu stígvélin?

Það er sem betur fer engin ein ríkis-tíska þegar kemur að skótískunni en stundum er það támjótt sem er ríkjandi, rúnað eða þvert.

Það er að vísu eitt gleðiefni í tískunni en það er sú staðreynd að stígvélin klassísk og nauðsynleg í hvern fataskáp. Það góða við stígvélin er að maður getur reddað sér ansi oft með góðum stígvélum en galdurinn er að velja snið og hæla sem henta okkar vaxtarlagi.

Það eru þó nokkur sniðug ráð sem vert er að hafa í huga áður en þú fjárfestir í góðum stígvélum

 

Þegar þú velur þér stígvél, hæð þeirra, hæla stærð etc þá þarftu að taka mið af líkamsvexti þínum. Við þurfum að hafa það hugfast hvernig við náum svokölluðum balance eða jafnvægi. Því rangir hælar, of há eða of lág stígvél geta hreinlega látið mann virka breiðari og þykkari.

Fyrst skal hælana og hæðina skoða

Pinnahælar eða stillettos

Þessi umtalaða hælatíska og kannski ekki sú notendavænsta hentar vel þeim sem eru svo heppnar að vera langar og grannar og með granna kálfa og ökkla

 

Þykkir hælar

Er mun betri fyrir kvenlegar konur með flottar línur og þær sem eru með rúnaðri kálfa og ökkla. Þessir hælar sýna meira samræmi en t.d. pinnahælar. Ef leggurinn er rúnaður og ökklarnir ekki beinaberir þá virkar allt miklu stærra ef hællinn er ótrúlega mjór og penn eins og á fyrrnefndum pinnahælum.

 

Fylltir hælar

Þessi hælar ganga fyrir bæði grennri og þykkari fótleggi en of mjór fyllur hæll er betri fyrir grennri leggi en þykkari fylltur hæll fyrir rúnaðri leggi.

 

Lítill mjór hæll eða (kitten heel) klæðir betur konur sem nota minni stærðir. Þeir virka eitthvað svo ótrúlega skrítnir á stærri fótum og láta fótinn virka enn lengri en hann er.

 

Mjókkandi hæll (cone)

Er í raun tilvalinn fyrir allar tegundir fótleggja þar sem hann er þykkari efst en mjókkar svo niður. Þú ert vel tryggð í svona hælum.

 

Hnéhá stígvél

Klæða alla, svo framarlega sem þú færð réttu stærðina yfir kálfann. Mundu að stundum er hægt að láta víkka stígvél yfir kálfann en í dag eru mörg stígvél með teygjuefni sem passar flestum.

Hnéháa stígvél hafa þann eiginleika að þau lengja legginn og grenna hann. En smávaxnar konur ættu samt reyna að forðast stígvélin sem eru með sylgjum og beltum þvert yfir stígvélin því það lætur fótinn virka styttri.

 

Lærahá stígvél hafa sést víða í hausttískunni en þau eru bara ekki fyrir alla og ef við erum að tala um breið læri þá þarf að hafa í huga að vera í dökkum sokkabuxur en ekki nota þau berleggjað því þau skerast akkúrat á lærum og draga því óneitanlega athyglina að þeim. Það er samt smart að nota þess stígvél yfir gallabuxur, við stutt pils en lærin þurfa samt að bera það.

 

Móturhjólastígvel

Þessi stígvel ná oftast upp á miðja kálfa sem gera það að verkum að þeir láta kálfann virka breiðari. Þess vegna mæli ég ekki með þessum skóm ef t.d. breiðir kálfar eru vandamálið. Þá er betra að fá sér styttri eða hærri stígvél.

Ökklastígvél – ganga fyrir allar við buxur en ef þú ætlar að nota þá við kjóla eða pils þá þurfa þeir að liggja að ökklanum og pilsið þarf að vera í réttri sídd sem er rétt fyrir ofan hné.

Ef þú vilt lengja leggina þá skaltu fá þér einföld stígvél ekki með mikið af smáatriðum (detailum) á og með hæl, einnig mæli ég með sokkabuxum í stíl

Ef þú ert með langa leggi þá getur þú leikið þér að því að kaupa stígvél með mynstri, sylgjum og þessháttar og getur sloppið með að nota sokkabuxur í kontrast lit.

 

 

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid