Blazer jakkinn á heima í hverjum fataskáp

Dagsetning

Blazer jakki er flík sem á heima í hverjum fataskáp. Margar konur eiga fleiri en einn enda er hægt að fá fallegan jakka í ótal litum, efnum og sniðum.  

Einn flottur jakki getur gengið á ótal vegu og við hin ýmsu tilefni en einn blazer í skærum lit eða með mynstri getur verið kærkomin tilbreyting í fataskápinn og getur kryddað upp á fataskápinn.

 

En það eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar blazer jakki er valinn.

 

Stærðin!!

Axlirnar

Þegar þú kaupir þér jakka þá þarf hann að passa vel auk þess þarf hann að vera þægilegur og hann á hvergi að tosa í þegar þú hreifir þig. Passaðu saumana á öxlunum að þeir séu í fútti við axlirnar nema að þetta sé jakki með breiðu axla sniði.

Stundum erum við þannig að Guði gerðar að þegar jakki passar yfir axlir og brjóst þá er hann oft víður í mittið. Þarna kemur að punktinum þegar þú þarft að eiga eina góða saumakonu að. Það eru saumastofur út um allt land þannig að þú ættir að geta fundið eina í þínu hverfi.

Lengdin á jakkanum skiptir mál en lágvaxnar konur bera það oft betur að ganga í stuttum jökkum en síðum þar sem þær virka lengri í því sniði en aftur á móti henta síðari jakkar hávöxnum konum betur. Það þarf þó að skoða vel hvar jakkinn sker bakhlutann því ef að rassinn er t.d. í stærri kantinum þá má jakkinn alls ekki skera hann þveran því þá erum við að vekja enn meiri athygli á stærð hans sem við svo gjarnan viljum draga athyglina frá.

Ermarnar þurfa að vera í réttri sídd og eiga samkvæmt öllu að ná rétt fyrir neðan úlnliðinn (kúlubeinið), ef þú notar skyrtu innanundir sem kemur niður undan jakkanum passaðu þú bara að hún nái ekki of langt fram. Það þarf að sýna smá skinn.

 

Nú er það spurning um litinn:

Það getur gjörsamlega bjargað góðum fataskáp að eiga einn dökkan blazer í skápnum en þarna má velja á mill þess að kaupa dökkbláan, gráan eða svartan en allir þrír eru klassískir og gera sama gagn.

Það getur líka verð skemmtilegt að kaupa jakka í lit eða með mynstri, einn slíkur getur lífgað upp á einfaldan svarta kjól t.d. eða gallabuxur og hvíta skyrtu

 

Notkunarmöguleikar

Klassíska aðferðin er að nota jakkann við hvíta skyrtu og buxur

Það er vel hægt að nota blazer jakkann við götufatnað eins og við hettupeysu, gallabuxur og grófa skó, sama jakka má líka nota við fínni kjól, leðurbuxur, pils eða gallabuxur.

Hægt er að nota fínan blazer jakka til að klæða rifnar og tættar gallabuxur upp og skella sér í hæla við. Flott lúkk á kvöldin og um helgar.

Klassískur blazer og buxur – tilvalið að nota áberandi skó við t.d. í skærum lit eða sem kalla á athygli manns.

Við getum notað blazer jakka yfir axlirnar – minnir mann pínu á gamla góða diskótímabilið en stundum passar þetta trend

Það er vel hægt að nota blazerjakka innan undir loðvesti eða stórt gróft prjónavesti. Síðan má blanda saman grófum eða fínum skóm eftir því sem við á.

Smóking blazer jakki getur gengið við öll sömu tilefnin en hann passar líka við flott gróft pils og topp.

Blazer jakkinn getur verið í ólíkum sniðum, efnum og litum en þarna fer það eftir smekk og vaxtarlagi hvers og eins hvaða týpa verður fyrir valinu.

 

Tískuráð – breyttu til, ef þú ert t.d. enn í sama sniði af jakka og fyrir 10 árum og vilt hafa hann víðan, passaðu þig á því að þegar þú eldist þá getur víður jakki með engu sniði gert þig ellilegri og gert þig meiri um þig. Við viljum það EKKI stelpur

 

 

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid