Allt í plati

Dagsetning

Er allt í plati? 

Samkvæmt “World Customs Organization” hafa lúxus merki á borð við Louis Vuitton, Prada, D&G, Hermés og miklu miklu fleiri staðið frammi fyrir miklu tapi á síðustu árum vegna eftirlíkinga á vörum frá þeim. Í dag eru það ekki bara dýru lúxus merkin sem verða fyrir tapi af eftirlíkingum heldur eru það líka merki í milliflokki auk þess sem íþróttamerkin hafa orðið fyrir barðinu á þessum iðnaði.

Þessi “svarti” iðnaður vex og dafnar og samkvæmt WCO þá jókst slík framleiðsla um 15% 2010 – 2011. Yfir 20 ára tímabil töpuðust 400.000 störf í tískugeiranum og tap uppá 5 billion punda.

Það getur verið freistandi að kaupa eftirlíkingu sem kostar bara brot af því verði sem lúxus merkin selja hana á en það þarf að hafa í huga að þetta er svartur ólöglegur markaður sem maður vill síður styðja við. Eftirlíkingar eru oft framleiddar í Austurlöndum við ömurlegar aðstæður auk þess sem þetta er brot á hönnunar rétti.

Það er oft hægt að versla merkjavöru á svipuðu verði og þessar eftirlíkingar t.d. í svokölluðum outlettum þar sem vörur frá síðasta ári eru seldar langt undir kostnaðarverði. Nú svo má finna þessar vörur á netinu fyrir þá sem komast ekki erlendis.

 

Við segjum nei við að styðja við svartamarkaðs framleiðslu

Nóg er í boði þó svo að varan sé ekki merkt einhverjum lúxus framleiðanda.

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid