Þurfum við að fara að tileinka okkur „dress code"?

Dagsetning

Erlendis eru mjög víða svokölluð „dress codes" á börum og veitingastöðum. Oft er eina krafan að menn séu í skyrtu með kraga og dökkum buxum (mega vera gallabuxur) og þá er krafan að vera í fallegum skóm ekki strigaskóm, nú stundum þurfa menn að vera í blazer og oft fylgir þá að konan þurfi að vera í kjól eða pilsi en ekki buxum og hvað þá gallabuxum.

Á sínum tíma hlaut ákveðinn skemmtistaður í Reykjavík gagnrýni fyrir að fylgja ákveðnu dress code en þá mátti ekki mæta í strigaskóm inn á staðinn.  

Ég verð að segja að ég er í smá vandræðum með þessi dress codes. Ég viðurkenni að mér finnst alltaf gaman að sjá vel klætt fólk, en sjálfri finnst mér oft best að vera í gallabuxum, grófum skóm og jafnvel fínni topp eða jakka við.
Þar sem ég er að fara að ferðast til Mið-Austurlanda á nætu vikum þá hef ég lesið mig til um það að á þeim veitingastöðum sem ég er að fara á eru ákveðin „dress codes" sem ég skil og virði, en ég á samt í vandræðum með að setja mig í þessar stellingar.

Í heitari löndum er maður vanur að geta skellt sér í stuttbuxur, sandala og hlýrabol en nú eru það kjólar og lokaðir skór takk.

Ég er alls ekki á móti þessum „dress codes" sérstaklega ekki á vinnustöðum en þegar ég má ekki lengur vera í buxum þá pirrar þetta mig smá. 

 

0 comments

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid