Meyja // Janúar 2018 (spáin birt 08.01)

Dagsetning

Þetta ár mun byrja miklu betur hjá þér en árið í fyrra, það er eins og þú finnir það svo skírt um miðjan mánuð hvað orkan þín er á allt öðrum stað núna. Árið hófst nefnilega á súpermána í krabba sem hefur verið að gefa þér svo ótúlega flotta byrjun eða öllu heldur sem er að byggja upp og undirbúa oddaflugið sem þú ert að fara á. Þú ert svo leiðandi á þínu sviði kæra meyja, bara ef þú tryðir því jafn vel og ég.

Það var mikið að gerast hjá þér síðastliðið haust eiginlega bara allt á haus, en þetta ár ferðu að læra að njóta alls þess sem er að koma til þín .... MUNDU að þú átt þetta allt skilið!

Viltu gefa þér rými og tíma til að segja við sjálfan þig á hverjum degi í huganum:

Ég sé öll mín markmið skír og greinileg og ég er fullkomlega tilbúin til að gera árið 2018 að besta árinu mínu fram til þessa. Ég sé mig ná markmiðunum mínum og lifa draumana mína  og ég á skilið að vera hamingjusöm og ég á skilið alla þessa velgengni!

Á hverju kvöldi skaltu muna að þakka fyrir allar gjafirnar sem lífið er að færa þér, góða heilsu, tækifæri, fjölskyldu, hús, mat, velgengni og hamingju ... þakkaðu bara allt sem þér dettur í hug, líka litlu hlutina.

Það er rómantískur tími fram undan og galdur í loftinu hjá meyjunum en, veistu að þú þarft stundum að vera meðvituð um mátt þinn og verðleika þína.  Þú ert stundum þinn versti óvinur. Mig langar helst að skamma þig fyrir að vera ekki betri við sjálfan þig. HÆTTU að tala þig niður! Þú ert svo flott og mikil fyrirmynd.

Ég sé svo mikið af tækifærum í kringum þig bæði í viðskiptum og í rómantíkinni. Fyrir lofaðar meyjur (já það eru sömu tækifæri hjá ykkur) þá verð ég að vara ykkur við að grasið er ekki grænna hinum megin og það er ekki þess virði að flækja líf sitt að óþörfu þegar kemur að rómantíkinni. Þú þarft nefnilega að hafa öll ljós kveikt og fulla rafhlöðu því árið 2018 er árið þitt

Kæra meyja, ef það er eitthvað merki sem á eftir að ná markmiðum sínum þetta árið þá ert það þú.

Settu á fulla ferð áfram, lífið er núna!

 

0 comments

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid