Ljón // Janúar 2018 (spáin birt 08.01)

Dagsetning

Nýtt ár táknar nýtt upphaf kæra ljón og ég er ekki frá því að það sé ákveðinn léttir yfir þér núna miðað við á sama tíma í fyrra.

Upp úr miðjum mánuði muntu finna fyrir krafti til að styrkja sambönd þín við fjölskyldumeðlimi sem og í vinnunni. 

Þú ert að fara inn í svo skemmtileg verkefni að ég fæ fiðring í magan að skrifa þetta.  Sköpunarkraftur þinn er svo mikill og þú munt finna hvernig hann kemur yfir þig í mánuðinum og allur sá mikli kraftur sem í þér býr mun brjótast fram.

Það sama gildir um rómantíkina, þér á eftir að finnast eins og það sé eitthvað ósýnilegt afl hér á ferðinni, en viltu gera mér greiða og NJÓTA þess að vera til og njóta þeirra hluta sem eru að koma til þín. Þú átt þetta allt svo sannarlega skilið kæra ljón því þú hefur unnið fyrir þessu fyrir allan peninginn.

Ef það eru einhver leyndarmál eða beinagrindur í skápnum þá er tíminn núna til að hreinsa út. Nýtt upphaf krefst þess að það verði gerð tiltekt. Trúnaðarmál eru trúnaðarmál og ef þú getur ekki gert málin upp við viðkomandi þá þarftu að hreinsa þau út úr höfðinu á þér í það minnsta og fá hjálp við það. Stundum getur verið gott að biðja fólk afsökunar í huganum og þá í nokkur skipti. 

Opnaðu hjarta þitt fallega ljón því þessi nýi og spennandi tími sem er að koma til þín þarfnast þess að þú sért opinn fyrir öllum þessum gjöfum en ekki með lokaðar dyr eins og stundum

Njóttu mánaðarins kæra ljón

0 comments

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid