Krabbi // Janúar 2018 ( birt 08.01)

Dagsetning

Byrjunin á þessu ári er að leggjast mun betur í þig en í fyrra. Það var fullt tungl í krabba í byrjun ársins sem lýsir upp hluti í lífi þínu sem skipta þig virkilega miklu máli.

Áður en við byrjum á 2018 er gott fyrir þig að líta til baka og skoða hvernig þú forgangsraðaðir hlutunum í fyrra.  Núna er mikilvægt fyrir þig að draga allt inn í plönin þín fyrir utan vinnuna, en þá á ég líka við fjölskylduna og vini þína. Nú er rétti tíminn til að þú setjir þér ný markmið og ég mæli með því að setja þau niður í dagbókina þína þar sem þú handskrifar þau niður á gamla mátann, ekki bara í dagatalið í símanum þínum.

Þú átt eftir að ná svo langt á þessu ári kæri krabbi, mundu að ef þú nærð smá tíma á dag til að hugleiða á markmiðin þín og velgengni þá munt þú ná þeim.

Þú hefur svo magnaða hugarorku og getur svo auðveldlega náð öllu því sem þú vilt. Eina sem þú þarft að gera er að sjá það fyrir þér og hugleiða á það. 

Þegar nýtt ár gengur í garð þá opnast alltaf nýjar dyr en til að ganga inn um þær þá þarf að loka gömlu dyrum. 

Ég sé að vinátta tengist þessu nýja upphafi hjá þér en vinátta getur einnig táknað ástarsamband. Rómantíkin er yfir merkinu þínu þennan mánuðinn og ég sé hana bara aukast á árinu.

Í lok mánaðarins verður smá kaos í kringum þig en þetta gæti verið eitthvað sem  kemur upp sem hefur verið yfir þér í smá tíma. Þú einn kannt að leysa þetta og þú veist hvað þarf að gera og með því að elta hjartað þitt og hlusta á röddina innra með þér þá leysir þú þetta meistaralega vel.

Ekki spá í hvað öðrum finnst um þínar ákvarðanir eða þig sjálfan, þú ert með svo flotta ímynd og þarft bara að setja fulla ferð áfram.  Árið 2018 er þitt!

0 comments

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid