Fiskar // Janúar 2018 (spáin birt 08.01)

Dagsetning

Ég hef frábærar fréttir fyrir þig kæri fiskur, þetta ár byrjar með ofurtungli sem er þér einstaklega gott. Þú finnur allt aðra orku núna en fyrir ári og þessi orka er mjög jákvæð fyrir fiskana.

Þessi orka er einstaklega góð fyrir ástina og heimilið og það er eins og þú blómstrir loksins. Það er spennandi tækifæri fram undan þannig að árið mun fara vel af stað.

Það fylgir nýtt upphaf þessu ári og þá finnur þú hvað vinskapur skiptir miklu máli en með nýju upphafi meina ég að þú sorterir út hvað skiptir máli og þú munt laga til í vinahópnum þínum. Stattu með þér og þínum ákvörðunum og ekki reyna að gera hluti eða hegða þér á ákveðinn hátt bara til að þóknast öðrum.

Ekki efast eina mínútu yfir þeim mikla krafti sem þú hefur til að gera líf þitt dásamlegt. Þú hefur allt til að gera daginn þinn fullkominn og ef það er eitthvað í kringum þig sem angrar þig sem tengist þér samt ekki beint þá skaltu leiða það hjá þér. Ekki leyfa neinum að stoppa þig eða trufla frábæru orkuna þína.

Ég sé gamla drauma rætast hjá þér og markmið nást. Mundu að sumt skaltu geyma með sjálfri þér og frumsýna það þegar það er tilbúið.

Þú hefur svo fallega orku kæri fiskur og heimurinn elskar þig nákvæmlega eins og þú ert. Þeir sem eru svo ríkir að fá að vera í kringum þig tilheyra forréttindahóp.

Það er drama í kringum einhvern tengdum þér í lok mánaðarins, en þetta mun ekki koma þér á óvart og þarna munt þú koma að málunum og eiga stóran þátt í að leysa þessi mál farsællega.

Eina leiðin til að vera hamingjusamur er að bera þessa stund ekki saman við aðrar stundir í fortíðinni, mundu að á þeim stundum náðir þú ekki að njóta vegna þess að þú varst að bera þær saman við aðrar stundir.

Lífið er núna og njóttu þess. Árið er þitt!

 

0 comments

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid