Er bloggið dautt?

Dagsetning

Í erlendum fjölmiðlum hefur mikið verið fjallað um það hvort að bloggið sé dautt. Við höfum séð endalaust af bloggurum sem fjalla um líf sitt á persónulegum nótum og bjóða fólki nánast upp í rúm með sér. Þessir svokölluðu lífstílsbloggarar hafa verið gagnrýndir fyrir umfjallanir sínar á vörum og þjónustu þar sem slíkar umfjallanir eru oftar en ekki seldar nú eða að viðkomandi bloggari hefur fengið vöruna frítt og þorir þess vegna ekki að segja annað en fallegt um vöruna.

Blogg í sinni merkingu er að okkar mati ekki dautt enda fjöldinn allur af þekktum einstaklingum sem blogga reglulega og hafa stóran aðdáendahóp.

Við hér á Tiska.is lítum ekki á okkur sem lífstílsbloggara og munum ekki vera með greiddar umfjallanir né að fjalla vel um vörur sem okkur hafa verið gefnar bara af því að við fengum þær ókeypis. 

Markmið Tiska.is er að selja vörur og gefa upplýsingar um þá hluti, vörur og þjónustu sem á vegi okkar verða hvort sem það sé gagnrýni eða hrós.

Njótið dagsins

Eva

 

0 comments

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid