Bogmaður // Janúar 2018 (spáin birt 08.01)

Dagsetning

Það má segja að árið byrji með miklu blasti hjá þér því það verður mikið í gangi fyrstu vikur ársins hjá þér.  Upphaf ársins hófst með fullu tungli í Krabba sem hefur gefið mikið ljós á peningainnkomu þína eða hjá maka þínum. Það er upphaf og endir í kortunum þar sem endalok verða á ákveðnum kafla Þegar þetta er frágengið þá getur þú fyrst almennilega byrjað að taka á móti nýju ári. En áður en það gerist skaltu líta yfir liðið ár og skoða hvernig þér gekk með að ná markmiðum og draumunum þínum.
Peningamálin eiga eftir að eiga hug þinn allan fyrstu vikur ársins en þá er svo gott að fara yfir það hvort innkoman sé nægjanleg, hvernig eyðslan sé og forgangsraða hlutunum og setja markmið því þannig leysir þú þetta á frábæran máta.

Ég sé ferðalög í kortunum og ég sé nýjar hugmyndir fæðast sem eiga eftir að gefa þér mikið bæði andlega og með enn betri afkomu. Þú ert fæddur hugmyndasmiður og þegar þú ferð á flugið þitt sem þú þekkir svo vel þá eru þér allir vegir færir.

Það verður uppgjör í lok mánaðar sem þú hefur vitað að er í kortunum og ég sé þig og þína ganga sátta frá borði.

Áhyggjur og afkomuótti gera sambönd þín við aðra erfiðari, en á þessu ári mun þetta leysast og ég sé þig standa með á verðlaunapalli þar sem þú hefur sigrast á öllum þessum flækjum bæði á persónulega lífinu sem og því andlega.

Árið er þitt, fullt af kærleika, tækifærum og ást.

0 comments

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid