Apple úrið var vinsælasta jólagjöfin 2016!

Dagsetning

Apple Watch úrin seldust upp fyrir jól

Hin vinsælu apple úr seldust upp fyrir jólin

Apple Watch úrin voru vinsæl jólagjöf í desember og seldust upp í verslunum Epli. ,,Það hefur verið mikil eftirspurn eftir úrunum og þau eru nú uppseld hjá okkur. Við seldum alls eitt þúsund úr nú í desember en hefðum hæglega getað selt þrjú þúsund. Úrin eru persónulegasta varan sem Apple hefur framleitt því hægt er að sníða þau eftir eigin smekk og útliti," segir Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Epli. Apple Watch úrin komu á markað í sumar.

,,Það er einnig mikil eftirspurn og spenna í kringum nýju kynslóðina af Apple MacBook Pro tölvunum en þær eru með snertistiku en það er í fyrsta skipti sem Apple býður slíka tækni í tölvum sínum. Það er búið að vera mikið um fyrispurnir og pantanir á þessari nýju tölvulínu sem er með ýmsa nýja eiginleika. Við höfum ekki séð svona mikinn áhuga á Apple tölvum áður," segir Bjarni ennfremur.

Lestu okkar mat á apple úrinu HÉR

0 comments

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid