Að fegra umhverfi sitt - Góð ráð frá Eddu Björgvins

Dagsetning

Hugleiðingar fyrir einstaklinga sem vilja bæta líf sitt:

1)    Ég staldra við nokkrum sinnum yfir daginn og læt einungis út úr mér góðu fréttirnar – þ.e. eitthvað fallegt, gott – eitthvað sem gleður þá sem ég ávarpa.

2)    Leikur: Það sem mér finnst frábærast við þig! Ég tek þá ákvörðun að segja það sem mér finnst frábærast við þá sem á vegi mínum verða í dag.

3)    Að sjá með augum guðs – 10 daga hugsanakúrinn.  Ef miður skemmtilegar hugsanir „detta í hausinn á mér“ tek ég hverja og eina, pakkar henni inn og sendi í endurvinnslu upp til almættisins. Ef einhver manneskja hefur miður góð áhrif á mig baða ég hana ljósi í huganum og reyni að sjá hana með augum guðs.

4)    Leikur: Það sem er frábærast við fjölskyldu mína og vini.: Ég skrifa niður á blað það sem mér finnst stórkostlegast við:  a) maka minn b) börnin mín c) foreldra mína (hvort sem þeir eru lífs eða liðnir) d) systkyni mín e) bestu vini mína d) vinnufélaga mína e) vinnuna mína.

5)    Að setja sér markmið. Ég skrifa 3 markmið á blað sem byrja svona: Hverju vil ég hafa áorkað í lífinu a) eftir eitt ár b) eftir 3 ár c) eftir 5 ár.

Gott er að hafa hugmyndaflug og dirfsku  að leiðarljósi – engar hindranir. Markmiðin geta varðað líkamlega eða andlega heilsu, starfsframa, fjármál, gleði, sambönd, færni í einhverju, nám etc.

6)    Á hverjum degi hef ég val. Ég get ákveðið að dagurinn verði gjöfull og færi mér hamingju og að ég muni taka fagnandi öllu því sem á vegi mínum verður – ég get líka tekið þá ákvörðun að andrúmsloftið í kring um mig ráði hugarástandi mínu hverju sinni.

7)    Áminning um útgeislun. Geisla ég af öryggi og gleði? Kærleika og hlýju? Ég geisla þeim tilfinningum sem ég  upplifi hverju sinni.

8)    Heima/Í vinnunni: Er ég gagnrýnin manneskja eða er ég umhverfismengun? Er ég meðvituð/meðvitaður um þá orku sem fylgir orðum mínum? Sendi ég hlýja strauma og læt uppbyggileg orð falla um samstarfssfólk mitt og þeirra starfssvið eða læt ég hæðnisleg og niðrandi orð falla um samferðafólk mitt? Geri ég ráð fyrir að allir í kring um mig séu að gera sitt besta og leggja sig fram eins og þeir mögulega geta?

Nánar á www.eddabjorgvins.com

0 comments

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid