Töff blóm setja punktinn yfir i-ið

Dagsetning

Blómabúðir geta verði ótrúlega ólíkar og oftar en ekki fer stíllinn og smekkurinn í blómaskreytingunum og í raun allt úrval gjafavöru í versluninni eftir smekk eigandans. 

Ég elska falleg blóm og leyfi mér stunum að taka með mér einn og einn vönd fyrir sjálfa mig þegar ég versla í matinn í Krónunni. 

Uppáhaldið mitt eru þó blóm sem eru öðruvísi en þessi hefðbundnu og ég vil síður að vöndurinn minni mann á elliheimilið Grund þótt ég hafi alls ekkert á móti því ágæta elliheimili (þið vitið hvað ég meina).

En það er ein blómabúð sem mér finnst vera að gera frábæra hluti og ég vil taka fram að ég tengist henni ekki neitt og hef engra hagsmuna að gæta, en þessi blómabúð heitir 4 Árstíðir og er að mínu mati falinn fjársjóður í Reykjavík. 

Verslunin er alltaf með öðruvísi og töff blóm og gerir skreytingar sem bera af, mér finnst þessar skreytingar og þessi blóm minna mig á það sem maður sér erlendis.

En verslunin er staðsett í gamla Úrval Útsýn húsinu í Lágmúla sem er beint á móti Lyfju Lágmúla. Það þarf að keyra hægra megin niður með húsinu til að finna verslunina.

 

5 stjörnur ef þig vantar flott blóm til að gleðja aðra nú eða sjálfan þig.

Nánar á www.4arstidir.is

Njótið dagsins
Eva Dögg

 

 

0 comments

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid