Fegrunarleyndarmálið er klárlega CC kremið frá CHANEL!

Dagsetning

Ef þig langar að prófa góðan farða þá máttu til með að lesa þetta!

Ég prófaði CC kremið frá CHANEL þegar það kom fyrst út eða í kringum 2014 en þá kom það í einum tón. Ég fór síðan ekki almennilega að nota það fyrr en þeir komu með farðann í nokkrum litum, en í dag kemur hann í litatónum beige 20, 30 og 40 en litatónn 50 er væntanlegur.

Það er ekki oft sem manni er hrósað fyrir farða, en ég hef fengið ótal fyrirspurnir um farðann minn og hrós og margar vinkonur mínar eru nú orðnar fastakúnnar af þessu kremi. Það góða við það að mínu mati er áferðin því hún hefur svo ótrúlega flottan ljóma en farðinn er svo náttúrulegur á auk þess hylur hann roða og húðholur sem er risastór plús að mínu mati. Það sem ég er ánægðust með er það hversu náttúruleg húðin er þegar farðinn hefur verið borinn á og svo er ilmurinn líka algjörlega þolanlegur því ég er ótrúlega viðkvæm fyrir miklum ilm bæði í snyrtivörum og húðvörum. Ég las mig til um þetta og kremið inniheldur litarkorn sem samlagast húðinni fullkomlega. Það góða við innihaldið er að farðinn inniheldur Hyaluronic sýru sem veitir aukinn raka þannig að farðinn hjálpar húðinni í leiðinni sem er stór plús. Farðinn er með vörn SPF 50 sem mér finnst geggjað enda nota ég ekkert annað þegar ég er til dæmis í sterkri sól eins og á skíðum og í útivist.

Í trúnaði sagt þá bjargaði þessi farði mér eftir 4 daga sukk og svínarí í Köln vorið 2015, en þá var ég stödd á Final 4 í handbolta ásamt nokkrum vinahjónum. Á síðasta degi spurði vinkona mín mig hvað ég væri eiginlega að gera því að það væri alveg ótrúlegt hvað húðin mín væri flott og það á fjórða degi í sukki. Ég hafði í raun ekkert spáð þannig í farðann en allt í einu fattaði ég þetta og viti menn allar skvísurnar í ferðinni keyptu sér CC kremið frá Chanel 

Liturinn sem hentar mínum húðlit heitir Beige 40

Það skal tekið fram að þessi umfjöllun er hvorki keypt eða sponsoreruð af CHANEL á Íslandi og hefur undirrituð keypt allar þessar vörur og borgað úr eigin vasa.

Njótið dagsins
Eva
 

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid