Hvar fást flottar fjölnota grímur á Íslandi í dag?

Dagsetning

Í dag er víða skylda að vera með andlitsgrímu eins og til dæmis hjá sjúkraþjálfara og á læknastofum sem dæmi, en frá og með þriðjudeginum 20. október var gert skylt að nota andlitsgrímur um allt land þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. 

Einnota grímur hafa í kjölfarið selst eins og heitar lummur eins og gefur að skilja og hafa margir kvartað yfir því að þeim sé hent á víðavangi.

 

Við Vala Matt ákváðum að skoða það saman fyrir Ísland í dag hvar hægt væri að kaupa margnota grímur sem uppfylla öryggiskröfur eða meira en þriggja laga og úrvalið kom svo sannarlega á óvart.

Þegar um heimsfaraldur er að ræða er nú varla hægt að tala um að grímur geti verið tíska, en samt virðist vera krafa erlendis frá viðskiptavinum að stóru tískuhúsin fari að framleiða grímur, en fyrirtæki á borð við Louis Vuitton, Marc Jacobs og fleiri eru farnir að framleiða grímur með lógóinu sínu.

Louis Vuitton kemur með fjölnota grímur í nýju collection 2021

Marc Jacobs með grímur í stíl við fatnaðinn

Fólki er að sjálfsögðu frjálst að hafa sínar skoðanir hvað varðar tískustrauma í þessum málum, en okkar markmið með þessu innslagi var að skoða úrvalið og að benda á þann möguleika að vera umhverfisvænn og nota fjölnota grímur sem uppfylla skilyrði heilbrigðisyfirvalda.

Það sem kom mér á óvart var að þessar grímur eru yfirleitt ekki mjög dýrar, en svarið sem ég fékk hjá mörgum verslunareigendum var að það er heimsfaraldur og þá er fólk ekki reyna að græða á andlitsgrímum.

Eftir að hafa spjallað við Völu fyrir þáttinn þá ákvað ég að fá sýnishorn frá nokkrum verslunum og ég byrjaði á því að fara í Gyllta Köttinn en þeir selja andlitsgrímur frá franska fyrirtækinu SMILI en þessar grímum eru 3 laga og uppfylla því fyrrnefnd skilyrði.

Grímurnar koma í fallegum og náttúrulegum litum, en gríman kostar 1.800

SMILI grímurnar koma í stærðum M og L og ef keypt er fullorðinsgríma þá fylgir gríma fyrir 5 ára og yngri frítt með.

 

Annars fann ég ferlega flottar grímur sem ég rakst á á Instagram, en þær má finna á www.odee.is , en maðurinn á bak við þessa hönnun er listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson sem stundar BS nám í Listaháskólanum í myndlist. Oddur hefur gert ferlega flott listaverk sem hægt er að skoða á síðunni sinni en þau hafa einnig verið til sölu í Galleri Fold. Grímurnar hans eru með myndum af listaverkunum hans en þær eru með vasa fyrir filter.  Hægt er að fá 5 laga filtera í flestum apótekum.

 

Ég kíkti líka í verslunina Spútnik en þeir eru með tveggjalaga grímur með vasa fyrir filter, en þess ber að geta að það er hægt að fá filter sem er 5 laga þannig að með því að nota filtera þá er hægt að vera með 2 laga grímur. Í Spútnik er ótrúlega mikið úrval af grímum sem kosta frá 990 -1200

 

Margt Smátt er að prenta á grímur en þá er ákveðin lágmarkspöntun en ótal fyrirtæki, skólar, foreldrafélög, íþróttafélög, vinahópar og fleiri hafa nýtt sér sérmerktu grímurnar frá þeim.

Grímurnar sem þeir bjóða uppá eru margnota og úr bakteríudrepandi efni þannig að þær þola fjölda þvotta en hægt er að skoða úrvalið hjá þeim á margtsmatt.is sem og á www.meira.is en þeir hafa verið að framleiða grímur með íslenska landsliðsmerkinu en þær fást á www.fyririsland.is

 

 Í þættinum skoðuðum við einnig grímur frá www.pollyanna.isen þar getur þú látið prenta á mynd af munninum á þér mjög skemmtilegt, en við skoðuðum líka grímur frá www.kemi.isen þeir eru með 48 klukkustunda grímur sem eru með gúmmíi fyrir gleraugu sem kemur í veg fyrir móðu en margir sem nota gleraugu kvarta einmitt yfir því.

Ég kíkti við í Golf Companý en þeir eru með sniðuga lausn fyrir þá sem vilja ekki hafa böndin bak við eyrun, hentar vel þeim sem eru að æfa íþróttir, flott í ræktina og gengur vel fyrir konur t.d. undir tagl. Þessar grímur eru frá fyrirtækinu Buff en hægt er að skoða þær á www.golfcompany.is

 

Oroblu er að framleiða grímur sem fást í apótekum og matvöruverslunum eða á sölustöðum Oroblu. Þægilegar grímur sem koma í svörtu og beige sem auðvelt er að nálgas.

Verslunin AndreA í Hafnarfirði er að fá ótrúlega flottar margota grímur með lógói verslunarinnar seinna í þessum mánuði, en bak við þessa flottu verslun er hönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir. Hægt er að fylgjast með á www.andrea.is

Mynd tekin af instagramsíðu verslunarinnar

 

en síðan hefur Hildur Yeomen einnig verið að selja grímur.

Annars borgar sig að taka þessu létt og hlýða Víði og fara eftir öllum sóttvarnarrelgum með bros á vör

 

Við eru í það minnsta glaðar og undirrituð er þakklát fyrir að hafa verið beðin um að skoða úrvalið af margnota andlitsgrímum fyrir Völu Matt, ekki margir sem eru jafn jákvæðir og hún ;-) Takk Vala fyrir að hrífa okkur þjóðina með þér í gegnum árin.

HÉR má lesa allt um andlitsgrímur og notkun þeirra á Heilsuveru

Njótið dagsins

Eva Dögg x

 

 

10 comments

 • aqusizu: January 04, 2021
  500mg[/url] Buy Amoxil Online szv.xqzx.tiska.is.ltg.gt http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/
 • idwebwaoa: January 04, 2021

  ] Buy Amoxicillin qsx.fzix.tiska.is.xre.jd http://mewkid.net/when-is-xuxlya2/

 • DqXKkmtyEcF: November 25, 2020

  QJhMErbAIUwz

 • cRYgaQuEy: November 25, 2020

  UfIlEDPKZ

 • NyzYsIiTWEf: November 15, 2020

  smgeGMfZQxhAaBNd

 • BhOQmqWFvsNrucf: November 15, 2020

  makUtVGjZHh

 • tqWLgiyaUupmBZ: November 09, 2020

  fWxkMdVzZaH

 • lrwuNzqRp: November 09, 2020

  JTVraXjIUsZKCB

 • LnkEWIqeZHdP: October 25, 2020

  ZjofdXqymTJPcVOx

 • cjPitsoYl: October 25, 2020

  IauJfCjpeVAyGD

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid