Golden Globes, Stjörnurnar klæðast svörtu

Dagsetning

Verðlaunahátíðin Golden Globes var haldin við hátíðlega athöfn í gærkvöldi í Beverly Hills. Við fórum yfir útlit og klæðnað stjarnanna á rauða dreglinum og tókum saman nokkur bestu útlitin á rauða dreglinum.

 

 

Svartur virtist vera heitasti liturinn á rauða dreglinum en það var þó engin tilviljun, því þetta var samræmt átak til að sýna styrk og stuðning.

 

Í desember í fyrra heyrðust orðrómar um að sumar stjörnurnar í Hollywood ætluðu að standa saman og klæðast svörtu á verðlaunaafhendingunni og mótmæla þannig faraldrinum af kynferðisbrotum sem hafa ráðið ríkjum í skemmtanabransanum og víðs vegar annars staðar.

Í síðustu viku staðfesti New York Times að samræmdu mótmælin væru partur af stærra verkefni sem kallast Times Up, eða tíminn er upprunninn.

Markmið frumkvæðisins er að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi, áreitni og kynjabundnu misrétti í Bandaríkjunum og nú þegar hafa safnast 15 milljónir dollara sem samsvarar rúmum einum og hálfum milljarði íslenskra króna.

Fleiri myndir af dreglinum má finna hér:

AOL / Eonline

Hérna má svo lesa meira um Time’s Up.

Time's Up

0 comments

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid