Leynist hlébarði í þér?

Dagsetning
Victoria Beckham

Reglulega kemst hið svokallaða hlébarðamynstur í tísku og kemur þessi tískubóla þá oft í ýmsum útfærslum stórkatta.

Í hausttískunni má sjá töluvert um þetta mynstur og má sjá hönnuði á borð við Michael Kors, Calvin Klein, Tom Ford, Victoriu Beckham og fleiri góða krydda vetrarlínur sínar með þessu ágæta mynstri.

Calvin Klein

Það eru ekki allir jafn hrifnir af þessu mynstri og er undirrituð lítt þekkt fyrir að hafa tileinkað sér þetta tískutrend þegar það kemur í tísku sem er ansi reglulega. En það getur verið skemmtilegt að krydda vetrartískuna og finna tígrisdýrið innra með sér.

Tom Ford

Michael Kors

 

Fyrir ykkur sem finnið ef til vill ekki stórkött innra með ykkur þá er snilldar ráð að byrja á einum mynstruðum klút eða töskur.

Góðar stundir

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir

eva@tiska.is

0 comments

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid