Dásamleg sumarkaup sem smellpassa veðrinu

Dagsetning

Það verður seint hægt að kalla sumarið 2018 sumarkjóla-sumarið mikla. Undirrituð getur talið skiptin sem hún hefur smeygt sér í sumarkjól á fingrum annarrar handar.

Á þessum árstíma er ólýsanlega gaman að leyfa sér að fjárfesta í glitrandi sumarsandölum nú eða fallegum sumarkjól og jafnvel gallajakka við. 

Sumarið hér á Íslandi hefur hálfpartinn farið fram hjá okkur höfuðborgarbúum sem þýðir að undirrituð hefur ekki sleppt sér í kaupum á sumarfatnaði, en hins vegar hefur hún fjárfest í fatnaði sem smellpassar í íslenskar aðstæður eins og þær eru í dag.

Það fyrsta sem ég fjárfesti í voru stígvél frá Hunter, en þau fást í versluninni Geysi og kosta 22.900

 

Önnur fjárfesting sumarsins var falleg lopapeysa frá Farmes Market með gullþræði en hún heitir Efri-Reykir og kostar 33.900.

 

Þriðja fjárfesting sumarsins var geggjað ullarsjal frá Barbour sem ég fékk í versluninni Geysi á Akureyri en það kostar 12.800 en mynstrið er vintage eða upphaflegu köfflurnar sem Barbour setti í jakkana sína.

Ekki má gleyma ullarhatti til að hlífa hárinu í rigningunni en þennan hatt fékk ég í Farmers Market á Laugavegi og kostar hann 14.700

 

Þótt sumarið bjóði ekki upp á sumarkjóla, stuttbuxur og sandala þá býður það upp á ótal margt annað alveg jafn dásamlega skemmtilegt

 

Góðar stundir

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir

eva@tiska.is

0 comments

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid