Elskar þú „mengaða” manneskju?

Dagsetning

 

Við höfum flest hitt og hugsanlega deitað fólk sem er ekki gott fyrir okkur, jafnvel oftar en einu sinni. Mörg okkar hafa jafnvel átt kærasta eða kærustu sem eru beinlínis baneitruð. Það er rík tilhneiging til að festast í sambandinu við slíkt fólk enda getur verið erfitt að átta sig á því fyrr en seint og um síðir að þessir einstaklingar eru yfirmáta stjórnsamir, falskir og einstakir lygarar.

 

Það sem gerist gjarnan í slíkum samböndum er að fólk hefur svo miklar áhyggjur af að særa tilfinningar kærastans eða kærustunnar að það gleymir smám saman að huga að sjálfu sér og eigin tilfinningalegu þörfum. Þannig festast margir í samböndum sem einkennast af andlegu ofbeldi og finna ekki leiðina út úr þeim.

 

Til að komast hjá því að festast í slíku ofbeldissambandi þá eru hér nokkur atriði sem benda til þess að viðkomandi sé mengaður. Ef manneskjan sem þú ert að hitta líkist því sem talið er upp hér að neðan skaltu umsvifalaust losa þig við hana og forða þér.

 

Of gott til að vera satt

 

Ef manneskjan sem þú ert að deita virðist of góð til að það geti verið satt þá er það líklega rétt. Þetta er manneskjan sem er svo ofur rómantísk og gjörsamlega heillar þig upp úr skónum svo áður en þú veist af þá ertu farinn að eyða öllum stundum með viðkomandi. Þá skaltu fara varlega.

Segist hún vera svona verndandi bara af því hún elskar þig svo mikið? Færðu gjafir og/eða sérstaka athygli til að bæta fyrir óæskilega hegðun? Færðu að heyra allt sem þú vilt heyra, alltaf? Þessi manneskja gæti verið menguð svo vertu á varðbergi.

 

Segist manneskjan vera illkvittin, slæm eða á kafi í skuldum?

 

Ef einhver segist vera ákveðin týpa af manneskju, þá skaltu trúa því. Ekki reyna að sannfæra hana, eða þig, um að hún sé í raun mun betri en hún segir. Hún er ekki að reyna að vera dularfull og flókin. Hlustaðu á orðin sem hún segir og taktu mark á þeim.

 

Þú er nú þegar segull á mengað fólk

 

Ef þú heldur að þú getir breytt slæmri manneskju eða vorkennir þeirri manneskju sem þú ert að deita, trúir því að ástin geti sigrað þá ertu að öllum líkindum segull á mengað fólk. Vertu viss um að þú hafir raunhæfar væntingar til sambanda af því að þeir sem eru mengaðir þrífast á fólki eins og þér.

 

Þú tekur eftir einhverju eða hún segir eitthvað sem er „off”

 

Segjum sem svo að manneskjan sem þú ert að hitta segi eða geri eitthvað sem virkar beinlínis rangt. Þá ættu öll viðvörunarljósin þín að blikka og þú ættir að kanna málið betur. Það þýðir ekkert að spyrja yfirborðskenndra spurninga við slíkar aðstæður. Spurðu beint: „Fyrirgefðu, ég náði ekki alveg því sem þú sagðir,” eða „Hvað áttu nákvæmlega við með þessu?” Ef svörin virðast út í hött þá skaltu segja það. Passaðu samt að rengja viðkomandi ekki út frá þér svo þú virðist ekki vera að dæma. Þú getur notað setningar eins og: „Ég veit nú um einn sem myndi efast um það,” eða „Hvað myndirðu segja ef einhver væri í vafa um að þetta væri rétt?” Slík samtöl ættu að gefa þér ágætis innsýn inn í mögulega mengaða manneskju.

 

Undarlegar málvenjur

 

Færðu móðganir og svo á eftir „ég var nú bara að grínast”? Er viðkomandi óðamála eða endurtekur hluta af spurningu þinni áður en hann svarar, eins og til að undirbúa svarið? Er röddin eintóna? Allar þessar málvenjur gætu bent til þess að manneskjan sem þú ert að hitta sé menguð. Ef þú verður var við eitthvað af þessu, skaltu passa þig.

 

Þú lítur vel út, með gáfur og góða vinnu

 

Enginn er ónæmur fyrir menguðu fólki. Enginn er of klár, of fallegur, of góður eða of æðislegur til að forðast þetta fólk, nema kunna að þekkja viðvörunarmerkin. Menguð manneskja mun aldrei kunna að meta þig, virða þig eða jafnvel elska þig í raun og veru. Farðu varlega og ekki taka að þér mengaða manneskju. Ekki halda að þetta geti ekki komið fyrir þig. Þetta getur komið fyrir alla.

 

Útlit þitt hefur breyst

 

Þegar þú ert í samskiptum við mengað fólk þá safnast upp neikvæðar tilfinningar innra með þér. En þær þurfa ekki að vera þar að eilífu. Hugsaðu um einhvern sem angrar þig, í eina mínútu, og líttu svo í spegil. Hvað sérðu? Samanherptar varir? Reiðilegan augnsvip? Þú ferð að líta svona út dags daglega ef þú ert í menguðu sambandi. Og ef vinir þínir eru reglulega farnir að spyrja þig hvort það sé ekki allt í góðu eða að þú virðist ekki í jafnvægi, þá er kannski ástæða til að líta á sambandið þitt.

 

0 comments

Leave a comment

Hæ þú!

Skráðu þig á póstlistan okkar!

Liquid error: Could not find asset snippets/bold-currency-converter.liquid